Djúpivogur
A A

Tiltekt í myndasafni Ingimars Sveinssonar

Tiltekt í myndasafni Ingimars Sveinssonar

Tiltekt í myndasafni Ingimars Sveinssonar

skrifaði 13.04.2012 - 13:04

Þá hefur undirritaður lokið verki sem hann átti að vera búinn með fyrir löngu síðan. Betra er þó seint en aldrei, eins og þar stendur. Verk þetta snýr að myndasafni Ingimar Sveinssonar á heimasíðunni og er það nú loksins að verða tilbúið, ef svo mætti orða.

Fyrir það fyrsta er búið að taka elstu myndirnar í safninu (Safni 1) og snyrta þær allar til. Þá er búið að bæta nokkrum nýjum gömlum myndum við Safn 2 og búið að bæta inn tveimur nýjum myndasöfnum; einu sem heitir "Frá Hálsi" og geymir allar þær myndir sem Ingimar hefur látið okkur hafa frá þeim árum sem búið var á Hálsi - og öðru sem heitir "Ferð í Víðidal 1981".

Síðast en ekki síst er búið að merkja allar myndir í öllum þessum myndasöfnum Ingimars. Sem er frábært.

Hvetjum við því alla til að gefa sér góðan tíma að skoða myndasafn Ingimars Sveinssonar.

ÓB