Djúpivogur
A A

Tiltekt í myndasafni

Tiltekt í myndasafni

Tiltekt í myndasafni

skrifaði 25.02.2011 - 16:02

Undirritaður ákvað að snurfusa örlítið myndasafn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, en það safn er búið að vera hér á heimasíðunni í mörg ár.

Snurfusunin fólst aðallega í því að laga myndirnar sjálfar svolítið til, klippa út óþarfa ramma og lýsa eða dekkja myndirnar eftir því þurfa þótti. Þá voru myndirnar flestar merktar skilmerkilega og þeim raðað betur upp.

Vilji einhver koma með ábendingu um vitlaust merktar myndir þá má sá hinn sami endilega senda tölvupóst á netfangið djupivogur@djupivogur.is eða hringja í 478-8288 og biðja um undirritaðan.

Ég hvet því alla til að skoða þetta fína myndasafn, hvort sem menn hafa gert það áður eður ei. Svo er nýrra mynda að vænta á næstu dögum en Ingimar Sveinsson hefur verið duglegur að koma með með myndir sem sumar hverjar eru búnar að bíða allt of lengi eftir að verða skannaðar.

Myndasafn Héraðskjalasafnsins má sjá með því að smella hér.

ÓB