Djúpivogur
A A

Tilmæli til hunda- og kattaeigenda

Tilmæli til hunda- og kattaeigenda

Tilmæli til hunda- og kattaeigenda

skrifaði 24.01.2011 - 13:01

Að gefnu tilefni er mælst til þess að þeir hunda- og kattaeigendur sem ekki eru búnir að skrá gæludýr sín, geri það hið fyrsta.

Nokkuð virðist vera um óskráð gæludýr í bænum en skv. samþykktum um hunda- og kattahald ber öllum eigendum að skrá gæludýr sín.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á vefsíðu Djúpavogshrepps undir Eyðublöð hér vinstra megin. Eins er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Samþykktir um hunda- og kattahald, sem og gjaldskrá, er einnig hægt að nálgast hér á vefsíðunni, undir Stjórnsýsla - Reglur og samþykktir.

Við skráningu þarf leyfishafi að greiða skráningargjald, kr. 10.200.- (hægt að greiða með korti á bæjarskrifstofu) sem síðan er innheimt árlega með greiðsluseðli.

Sveitarstjóri