Djúpavogshreppur
A A

Tilkynning vegna fasteignagjalda í Djúpavogshreppi 2020

Tilkynning vegna fasteignagjalda í Djúpavogshreppi 2020

Tilkynning vegna fasteignagjalda í Djúpavogshreppi 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 13.02.2020 - 14:02

Sú breyting hefur orðið á fasteignagjöldum í Djúpavogshreppi að nú eru gjalddagarnir níu í stað sex áður.

Er þetta gert í samræmi við það fyrirkomulag sem verður á í nýju sveitarfélagi, sem tekur til starfa 1. maí næstkomandi.

Við vekjum athygli á því að fyrsti gjalddagi er 1. febrúar, í stað 1. mars áður og er því eindagi á fyrsta reikningi 29. febrúar næstkomandi.

Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á vefsíðunni www.island.is, undir Mínar síður.

Sveitarstjóri