Djúpivogur
A A

Tilkynning til íbúa vegna vatnsveitunnar

Tilkynning til íbúa vegna vatnsveitunnar

Tilkynning til íbúa vegna vatnsveitunnar

skrifaði 28.07.2010 - 14:07

Frá því flóðið féll á vatnsveituna í Búlandsdal nýverið hefur verið fylgst reglulega með gæðum neysluvatns á Djúpavogi.  Við síðustu sýnatöku komu fram vísbendingar um að vatnið stæðist ekki ýtrustu kröfur.  Af þeim sökum eru íbúar  og atvinnurekendur á Djúpavogi beðnir um að fara sparlega með vatn og sjóða drykkjarvatn þar til tilkynnt verður um annað. 

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 843-9889.

Sveitarstjóri