Djúpivogur
A A

Tilkynning frá hjúkrunarfræðingi vegna lúsarfaraldurs

Tilkynning frá hjúkrunarfræðingi vegna lúsarfaraldurs

Tilkynning frá hjúkrunarfræðingi vegna lúsarfaraldurs

skrifaði 08.10.2014 - 15:10

Mikið er um lús í Djúpavogshreppi og vil ég því hvetja alla, unga sem aldna, að kemba sig. Mikilvægt er að gera það kvölds og morgna. Verði vart við lús þarf að tilkynna það til heilsugæslunnar, þar sem um skráningarskyld tilfelli er að ræða. Í þeim tilfellum þar sem um börn á skólaaldri er að ræða þarf líka að tilkynna til skólastjóra (skolastjori@djupivogur.is).

Ég hvet fólk til að kynna hvernig nytin og lýsnar líta út.

Einungis með samstillu átaki getum við unnið bug á faraldrinum.

Berta Björg Sæmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur

Upplýsingar um höfuðlús af landlæknir.is:
Höfuðlús
Hvað á að gera ef lús finnst?