Djúpivogur
A A

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurland

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurland

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurland

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 14.10.2020 - 10:10

Einn er skráður á Covid.is í einangrun á Austurlandi. Sá er hinsvegar með dvalarstað annarsstaðar.

Aðgerðastjórn bendir á að staðan á höfuðborgarsvæðinu er hin sama og fyrr auk þess sem smitum hefur fjölgað lítillega í sumum öðrum landshlutum. Brýnt er því að fara áfram að öllu með gát og draga raunar hvergi af sér í smitvörnum sem ítrekað eru tíunduð af hálfu sóttvarnayfirvalda, að gæta að fjarlægðarmörkum, grímunotkun þar sem það á við, handþvotti og sprittnotkun.

Staðan hér í fjórðungnum er í jafnvægi sem stendur. Gerum allt sem við getum í sameiningu til að halda því þannig.

Kristján Ólafur Guðnason
Yfirlögregluþjónn
Lögreglustöðin á Eskifirði

kog01@logreglan.is

Lögreglustjórinn á
Austurlandi

Strandgata 52
735 Eskifjörður

austurland@logreglan.is
4440600