Tilkynning frá Neista

cittaslow-social
Tilkynning frá Neista skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 21.12.2020
08:12

Jóla, jóla jól. Eins og vanalega mun Neisti aðstoða jólasveinana við að koma pökkum til skila. Jólasveinarnir verða á ferðinni á Þorláksmessu í dreifbýli og á aðfangadag í þéttbýli. Tekið verður á móti pökkum í Neista, þriðjudaginn 22. desember frá 16:00 - 18:00. Verð pr. hús er 1.000.-
Að sjálfsögðu mun Neisti sjá til þess að jólasveinarnir, þó óstýrlátir séu, fari í einu og öllu eftir þeim reglum sem eru í gildi vegna Covid-19.