Djúpavogshreppur
A A

Tilkynning frá 17. júní hópnum

Tilkynning frá 17. júní hópnum

Tilkynning frá 17. júní hópnum

skrifaði 10.06.2016 - 10:06

 

Nú líður að 17. júní sem undanfarin ár hefur verið okkar litla bæjarhátíð.

Sem fyrr munu bæjarbúar hittast við grunnskóla Djúpavogs þann 17. júní  og verður skrúðganga þaðan að Neista brekku og sameiginlegu samverusvæði Djúpavogsbúa og hverfanna þriggja.

 

Í Neista brekku og á íþróttavelli munu fara fram leikir og þrautir fyrir börn og fullorðna, barnatónleikar og fleira fjörugt og fallegt sem auglýst verður betur síðar.

 

Ákveðið hefur verið að breyta örlítið fyrirkomulagi skreytinga og hverfakeppninni í ár. Öllum er að sjálfsöðgu frjálst að skreyta sín hús og sín hverfi, en við hvetjum bæjarbúa alla til að koma saman og skreyta sameiginlegt „Samverusvæði“ á túninu milli íþróttavallar og slökkviðstöðvar 15. og 16. júní þegar hentar.

 

Við hvetjum ennfremur bæjarbúa til að hafa þetta að leiðarljósi í sambandi við skreytingar og skemmtun þessa hátíðar: „Leikir, þrautir og sköpun, náttúru- og endurnýting“

 

Um kl. 16: 30 er gert ráð fyrir að hefðbundinni dagskrá ljúki í brekkunni þann 17. júní en kl. 18:00 hvetjum við fólk til að mæta á samverusvæðið til að grilla og hafa gaman saman fram á kvöld á „Samverusvæði“. Hver og einn kemur með sitt á grillið og munið að maður er manns gaman.

 

 „Samverusvæði“ :

Hvert hverfi fær úthlutað svæði á þríhyrnda túninu milli slökkvistöðvar og fótboltavallar til að skreyta. Þema skreytinga er: „Leikir, þrautir og sköpun, náttúru- og endurnýting“. Auk þess má hver og einn að sjálfsögðu skreyta heimili sitt og hverfi. Samveruvæðið er skreytt 15. og 16. júní þegar hverfunum hentar.

Barnatónleikar“:

Írís Birgisdóttir hefur umsjón með söngæfingum fyrir:

5-9 ára milli kl. 14-15:00 dagana 13., 14. og 15. júní

10-15 ára milli kl. 15-16:00 dagana 13., 14. og 15 júní

Söngæfingar fara fram í Zion og enda á tónleikum á 17. júní. Nánari upplýsingar gefur Íris Birgisdóttir.

„Sköpun og skreytingar“ 

Ágústa Margrét Arnardóttir bíður upp á skapandi skemmtun fyrir:

6-16 ára milli kl. 18-20:00 dagana 13., 14. og 15.  júní við Zion/slökkviðstöð.

Sköpun og skreytingagerð úr lopa, grjóti, timbri og tré. 1000 kr. þátttökugjald upp í kostnað á málningu, lopa, böndum, skrauti og fleiru en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér efnivið ef þeir eiga eitthvað sniðugt.

„Fallegasta eggið“

Bæjarbúar búa til egg, einstaklingar eða í hóp. Öll hráefni leyfileg, því náttúrulegri og endurnýttari því betra.

Eggin verða sett í „hreiður“ á samverusvæði þar sem bæjarbúar geta notið þess að skoða og njóta.

 

Það vantar enn eina drottningu í gula liðið og eina drottningu í appelsínugula liðið.

Enn má bæta við dagskrárliðum ef áhugasamir sjá sér fært að taka þátt og stjórna þeim lið.

Við tökum öllum áhugasömum, sem vilja aðstoða á einhvern hátt, fagnandi og hvetjum fólk til að vera virkt.

Nánari upplýsingar um dagskrárliði, skráningu sjálfboðaliða, drottninga og fleira gefur Ágústa í síma 863-1475 eða á agusta@arfleifd.is

 

Fh. áhugasamra bæjarbúa í 17. júní nefnd

Ágústa Margrét Arnardóttir