Djúpivogur
A A

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

skrifaði 14.05.2012 - 07:05

Á ári hverju berst sveitarfélaginu umtalsverður fjöldi ábendinga og kvartana frá íbúum er varðar kattahald hér í þéttbýlinu á Djúpavogi og eru umkvörtunarefnin með svipuðu sniði milli ára.  Ekkert lát hefur heldur verið á kvörtunum þetta árið. Sveitarfélögin hafa sannarlega skyldur að bera í þessum efnum og því er brugðið á það ráð hér að senda vinsamleg tilmæli og fara þess á leit við kattaeigendur að þeir mæti sjónarmiðum þeirra íbúa er gagnrýna mikla lausagöngu katta í þéttbýlinu ekki síst á þessum tíma árs.  Kettir geta verið skaðræði í varpi og sumir þeirra virðast ekki vera með bjöllur eða lítið virkar. 

Lang flestar kvartanir vegna katta berast einmitt á vorin og í byrjun sumars í tengslum við varptíma fuglanna, en þá hafa kattaeigendur einnig ríkari skyldur en á öðrum tíma árs.  
Sjá samþykkt um kattahald í Djúpavogshreppi http://www.djupivogur.is/data/dpv.samth.kattah08.pdf.  Kattaeigendum ber m.a. að sjá til þess á varptíma að kettirnir séu hafðir inni á næturnar og séu með bjöllur um háls og er það sérstaklega áríðandi í maí og júní.  Þá eiga kettir auðvitað að vera merktir og skráðir en á þessu hefur verið misbrestur. 

Að öðru leyti berast einnig jöfnum höndum kvartanir vegna annarra truflana sem kettir valda óskyldum aðilum sem vilja hvorki hafa ketti í húsum sínum eða lóðum. Eigendum katta og hunda ber samkvæmt almennum samþykktum að valda ekki öðrum íbúum ónæði með dýrahaldi sínu. 

Kattaeigendur eru því hér vinsamlega beðnir um að virða almennt þær reglur sem í gildi eru svo komist verði hjá hjá frekari aðgerðum en útsendingu þessa bréfs.  

Virðingarfyllst  AS