Djúpivogur
A A

Til íbúa í Djúpavogshreppi vegna Covid-19

Til íbúa í Djúpavogshreppi vegna Covid-19

Til íbúa í Djúpavogshreppi vegna Covid-19

Ólafur Björnsson skrifaði 30.04.2020 - 15:04

ÞESSI FRÉTT VERÐUR Í REGLULEGRI UPPFÆRSLU.

Undanfarnir dagar hafa verið viðburðaríkir í kjölfar þess ástands sem upp er komið vegna COVID – 19 veirunnar. Stjórnendur og starfsfók sveitarfélagsins hafa endurskoðað vinnulag og skipulag innan stofnana þess með það fyrir augum að halda uppi sem mestri starfsemi samhliða því að gæta fyllsta öryggis.

Þrátt fyrir það er ljóst að starfsemi sveitarfélagsins mun verða með breyttu sniði næstu vikurnar. Athygli er einnig vakin á því að starfsemi stofnana kann að breytast með stuttum fyrirvara og eru íbúar því hvattir til að fylgjast vel með heimasíðu sveitarfélagsins og þeim tilkynningum sem kunna að berast frá einstökum stofnunum

Grunnskólinn verður opinn. Foreldrar hafa fengið upplýsingar um skólastarfið sendar frá skólastjóra sem allir eru hvattir til að kynna sér.

Leikskólinn verður opinn. Foreldrar hafa fengið upplýsingar um skólastarfið sendar frá skólastjóra sem allir eru hvattir til að kynna sér.

Íþróttamiðstöðin. Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður Íþróttamiðstöðin lokuð. Opnun verður auglýst um leið og aðstæður leyfa.

Félagsmiðstöðin Zion verður lokuð fyrst um sinn þar til annað verður ákveðið.

Tryggvabúð er lokuð þangað til annað verður ákveðið.

Heimaþjónusta verður áfram veitt þar til annað verður ákveðið.

Félagsleg liðveisla verður áfram veitt þar til annað verður ákveðið.

Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin. Mælst er til þess að heimsóknum sé stillt í hóf.

Bókasafnið verður lokað frá og með 24. mars.

Sveitarstjóri