Djúpivogur
A A

Til hamingju Djúpivogur

Til hamingju Djúpivogur

Til hamingju Djúpivogur

skrifaði 21.09.2009 - 10:09

Steingrímur heitir maður og er Gunnarsson. Hann starfar á sumrin sem leiðsögumaður og á veturna kennir hann tungumál við framhaldsskóla. Hann dvaldi hér á Djúpavogi sl. vor í dágóðan tíma, fylgdist með fuglalífi enda mikill áhugamaður um verkefnið birds.is. Hann kneifaði í hófi öl á Hammondhátíð og var þátttakandi í mannlífinu þann tíma sem hann dvaldi hér. Steingrímur hefur velt upp hugmyndum eins og sjóbaði á Hvítasandi og jurtaskoðun á gönguleið sem mætti gera niður með gamla veginum við Olnboga. Hann er mjög áhugasamur um skútuhöfn á Djúpavogi og eins og ýmsir aðrir hefur hann hrifist af listaverkinu "Eggin í Gleðivík" sbr. bréfið hér að neðan.

ÓB


TIL HAMINGJU DJÚPIVOGUR!

Það þarf skapandi hugsun og áræði til að framkvæma verkefni eins og listaverkið Eggin í Gleðivík.  Framkvæmdin ber sveitarfélaginu ( og ykkur öllum íbúunum ) gott vitni sem framsæknu og menningarsinnuðu.

Gleymum ekki  þeirri staðreynd, að það er góð fjárfesting að fjárfesta í menningu og þá sérstaklega, þegar um er að ræða gæðaverk á borð við útilistaverk Sigurðar Guðmundssonar í Gleðivík. Ég er vissum að þetta verði mörgum smærri  sveitarfélögum hvatning til að fylgja ykkar fordæmi!

Ég hef verið leiðsögumaður til fleiri ára og veit af reynslu að listaverk á borð útilistaverk Sigurðar Guðmundssonar í Gleðivík mun eiga þátt í að auka ferðamannastraum til Djúpavogs, sem þýðir lengri viðdvöl og meiri verslun. Svona er það nú einfalt.

Enn og aftur til hamingju Djúpivogur og haldið áfram að efla sérstöðu ykkar. Þið eruð á góðri leið með að verða aðal ferðamannastaður Austulands.

Mbk.,

Steingrímur Gunnarsson,
leiðsögumaður og framhaldsskólakennari