Djúpivogur
A A

Þríþrautarkeppninni Öxi 2014 aflýst

Þríþrautarkeppninni Öxi 2014 aflýst

Þríþrautarkeppninni Öxi 2014 aflýst

skrifaði 18.06.2014 - 10:06

Undirbúningshópur um þríþrautarkeppnina Öxi 2014 hefur ákveðið að hætta við keppnina í ár. Ástæðan er meðal annars sú að á  keppnissvæðinu á  fjallveginum milli Öxi og Fossárdals er enn töluverður snjór og jarðvegur mjög blautur. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í ár er það markmið þeirra sem staðið hafa að þríþrautarkeppninni Öxi að halda keppnina á næsta ári ef aðstæður leyfa.  Við þökkum öllum þeim sem sýnt hafa keppninni áhuga og vonandi sjáum við ykkur sem flest að ári.

ÓB