Djúpivogur
A A

Þrettándagleðin 2017

Þrettándagleðin 2017

Þrettándagleðin 2017

skrifaði 06.01.2017 - 08:01

Þrettándagleðin í Djúpavogshreppi verður haldin föstudaginn 6. janúar kl. 17:00.

Skrúðgangan mun leggja af stað frá nýju kirkjunni á slaginu 17:00. Við ætlum að ganga upp Borgarlandið og þaðan gömlu þjóðleiðina inn í gegnum Olnbogann að brennunni hjá Hermannastekkum. Lögregla og björgunarsveit munu standa heiðursvörð á gatnamótunum við kirkjuna og aftur uppi við vegamótin hjá brennunni. Álfadrottningar og kóngar munu leiða gönguna.

Á Hermannastekkum verður kveikt í brennunni og sungið auk þess sem flugeldasýning verður í boði Björgunarsveitarinnar Báru.

Við hvetjum ykkur til að mæta með ljós, söngröddina og góða skapið.

Viðburðurinn á Facebook.

Að gefnu tilefni viljum við hvetja ykkur til að fara varlega með flugelda og þá sér í lagi neyðarblys, þar sem nú er mjög þurrt og hættan á sinubruna mjög mikil.

5. bekkur og foreldrar