Djúpivogur
A A

Þorrablót leikskólans

Þorrablót leikskólans

Þorrablót leikskólans

skrifaði 24.01.2014 - 13:01

Þorrablót leikskólans var haldið í dag.  Byrjað var á balli þar sem tjúttað var við hin ýmsu lög, meðal annars dansaður hókí pókí, superman og fugladansinn svo eitthvað sé nefnt.  Síðan var opnað á milli deilda og borðuðu öll börnin saman í salnum og inn á deildum.  Fengu börnin að smakka allt sem á boðstólum var eða hefðbundinn þorramat.  Börnin voru dugleg að smakka og sumt fannst þeim gott en annað ekki.  Eftir átið var svo boðið upp á frostpinna sem var vel þeginn. 

Börnin bjuggu sér til hatta fyrir þorrablótið

Smakka matinn

Á þorrablóti

Ís í eftirrétt

Fleiri myndir hér

ÞS