Djúpavogshreppur
A A

Þorrablót leikskólans 2016

Þorrablót leikskólans 2016

Þorrablót leikskólans 2016

skrifaði 22.01.2016 - 15:01

Þorrablót leikskólans var haldið í dag, bóndadag.  Dagurinn byrjaði á því að öllum karlmönnum sem komu með börnin sín í leikskólann var boðið upp á kaffi.  Síðan fengu börnin sér morgunmat og eftir hann fóru þau í valtíma.  Eftir valtímann var haldið diskótek þar sem börnin tjúttuðu við makarena, superman og hókí pókí auk fleirri skemmtilegra laga.  Eftir ballið var opnað á milli og sest að snæðingi þar sem allir fengu að smakka á þorramatnum. 


Með pabba og afa í heimsókn í leikskólanum

Við dönsum hókí pókí


Rosa stuð á balli


Allir gerðu sér þorrahatta


Síðan snæddu allir þorramat með "bestu" lyst og ýmislegt var smakkað

Fleiri myndir hér

 

ÞS