Djúpavogshreppur
A A

Þorrablót á leikskólanum

Þorrablót á leikskólanum

Þorrablót á leikskólanum

skrifaði 24.01.2012 - 15:01

Hefð er fyrir því að halda Þorrablót á leikskólanum.  Ekki var brugðið út af þeirri venju í ár og fór blótið nokkuð vel fram.  Byrjað var á dansleik, þar sem hefðbundin leikskólalög voru spiluð auk þess sem Justin Bieber fékk að taka nokkra slagara við misjafnan fögnuð þeirra sem á hlýddu.  Að balli loknu var farið í slökun til að safna kröftum fyrir átið og lásu börnin bækur til að róa sig niður eftir tjúttið.  Starfsfólkið opnaði milli deilda og raðaði borðunum upp í langborð þannig að allir gætu nú verið saman í partýinu.  Þorramaturinn var síðan á borð borinn og að því loknu var ís í eftirmat.  Myndir frá þessum skemmtilega degi eru hér.  HDh