Djúpivogur
A A

Þorrablót 2016 - takið daginn frá!

Þorrablót 2016 - takið daginn frá!

Þorrablót 2016 - takið daginn frá!

skrifaði 12.11.2015 - 08:11

Tilkynnist hér með að þorrablót Djúpavogshrepps 2016 verður haldið með mikilli viðhöfn á Hótel Framtíð þann 6. febrúar.

Takið því daginn frá, heimamenn, og bókið flug, þið sem fjarri eruð.

 

Hvað hefur gerst í sveitarfélaginu á árinu 2015?

Hver gerði hvað af sér?

Hvað hefur hneykslað og kætt?

 

Þetta og meira! Slúður ársins, gamanmál og söngur beint í æð!

Gleði og þorramat lofað!

Það missir enginn af þessu...

 

Meira þegar nær dregur,

 

Þorrablótsnefnd