Djúpivogur
A A

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi
Cittaslow

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi

Ólafur Björnsson skrifaði 21.06.2018 - 14:06

17. júní var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í góðu veðri og mikilli stemmningu.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði, skrúðganga frá grunnskólanum að Neistavelli þar sem margskonar afþreying var í boði. Fjallkonan, sem að þessu sinni var Hafrún Alexía Ægisdóttir, flutti ljóð og Neistahöllin var formlega opnuð, en hún leysir af hólmi gamla skúrinn sem var kominn til ára sinna. Það er ljóst að hér um algera byltingu að ræða og opnar ótal möguleika til framtíðar að vera komin með svona gott hús undir ungmenna- og æskulýðsstarf.

Veglegan myndapakka frá þessum góða degi má finna með því að smella hér.

Myndirnar tók undirritaður en einnig eru saman við myndir sem Maciej Pietruńko, íþróttaþjálfari Neista, tók og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Myndirnar sem hann tók eru merktar honum.