Djúpavogshreppur
A A

Þínir uppáhaldsstaðir á Austurlandi - á einum stað!

Þínir uppáhaldsstaðir á Austurlandi - á einum stað!

Þínir uppáhaldsstaðir á Austurlandi - á einum stað!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 29.06.2020 - 12:06

Austurbrú tekur við umsjá appsins SparAustur á Íslandi:

Þínir uppáhaldsstaðir á Austurlandi - á einum stað!

Austurbrú hefur fest kaup á appinu SparAustur og ráðið Auðun Braga Kjartansson, frumkvöðul og höfund hugverksins, til starfa svo vinna megi áfram að þróun og innleiðingu þess. Appið veitir notendum vildarkjör hjá veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðilum á Austurlandi, með það að markmiði að auka sýnileika fyrirtækja á Austurlandi og koma réttum upplýsingum hratt og örugglega til viðskiptavina.

Þú sækir appið SparAustur í símann þinn og í því finnur þú upplýsingar um tilboð og afslætti hjá mörgum af vinsælustu fyrirtækjum landsmanna á landsbyggðinni. Þú sýnir síðan forritið þegar þú greiðir fyrir vörur og þjónustu eða slærð inn kóða ef þú pantar í gegnum vefverslanir.

Mikilvægt verkfæri

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, segir kaupin á SparAustur og ráðningu Auðuns mjög heppilega. Það er sumar og fjöldi ferðamanna í landshlutanum og mikilvægt að upplýsingagjöf til þeirra - og annarra íbúa - sé hraðvirk og traust:

„Það skiptir máli fyrir fyrirtækin á svæðinu að koma upplýsingum á framfæri með öllum mögulegum leiðum,“ segir Jóna Árný. „Vonandi mun fjöldi Íslendinga leggja leið sína austur í sumar og þá skiptir máli að þeir fái allar þær upplýsingar sem þeir þurfa til að njóta lífsins á Austurlandi. Og þetta gildir að sjálfsögðu um alla íbúa Austurlands sem vonandi verða duglegir að ferðast um fjórðunginn í sumar.“

Forritið er frítt bæði fyrir notendur og samstarfsaðila Austurbrúar sem eru rúmlega eitt hundrað talsins.

Góð viðbót við verkfæri Austurbrúar

SparAustur er góð viðbót við þau verkfæri sem Austurbrú hefur þróað fyrir samstarfsaðila sína en samstarfssamningar Austurbrúar, sem kallast Austurbrú*, voru teknir í notkun 2018 og er markmið fyrirkomulagsins að efla samkeppnisstöðu Austurlands með víðtæku samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Í lok síðasta árs voru rúmlega hundrað hlutaðeigendur í samstarfi við Austurbrú, þ.á.m. sveitarfélög, gististaðir, veitingastaðir, afþreyingarfyrirtæki, baðstaðir, bílaleigur, bókaútgáfa, félagasamtök, ferðafélög, ferðaskrifstofur, frumkvöðlar, flugfélög, grafískir hönnuðir, hátíðir, klasar, matvælafyrirtæki, söfn, samtök, stofnanir, sviðslistafólk og verslanir.

Nánari upplýsingar um appið og samstarfssamninga Austurbrúar veitir Jóna Árný Þórðardóttir í síma 470 3800 // jona@austurbru.is

Einnig mega þau sem vilja hafa beint samband við Auðun varðandi skráningar í appið og hann ráðleggur ykkur með tilboð og fleira audun@austurbru.is.