Djúpivogur
A A

Þemadagar í Djúpavogsskóla

Þemadagar í Djúpavogsskóla

Þemadagar í Djúpavogsskóla

skrifaði 16.02.2015 - 14:02

Föstuinngangur er upphaf langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags. Hann fer víðast fram með fögnuði fyrir föstutímann. Gleðskapur við upphaf föstunar á sér fornar rætur og hefur runnið saman við vorhátíðir í Suður-Evrópu.

Við í grunnskólanum höfum haldið keppnisdaga síðustu ár á þessum dögum en brydduðum upp á þeirri nýbreytni að halda þemadaga. Nemendum er skipt í 6 hópa – þrjá yngri hópa og þrjá eldri hópa. Vinna nemendur verkefni tengd eldgosi á sex stöðvum á mánudag og þriðjudag. Á öskudag mæta nemendur í grímubúningum og munum við hafa opið hús frá kl. 10 – 12 þar sem nemendur kynna vinnu sína fyrir gestum. Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og sína ykkur það sem skoða má gróflega á þessum myndum.