Djúpivogur
A A

Það vantar herslumuninn upp á ærslabelginn

Það vantar herslumuninn upp á ærslabelginn

Það vantar herslumuninn upp á ærslabelginn

Ólafur Björnsson skrifaði 26.06.2018 - 12:06

Kvenfélagið Vaka stendur fyrir kaupum á ærslabelg, sem er leiktæki fyrir börn og fullorðna. Sveitarstjórn er búin að samþykkja að sjá um uppsetningu og rekstur tækisins. Þetta er verkefni upp á um tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa safnast 1.715.000, þar hafa einstaklingar gefið 192.000. Þá rann ágóðinn af bingóinu okkar 2017 og 2018 allur í þetta verkefni.

Það vantar semsagt enn tæpar 300.000 krónur upp á að ná settu marki.

Við viljum því benda bæjarbúum sem vilja leggja málefninu lið á að hægt er að leggja inn á sérstakan söfnunarreikning í Landsbankanum. Kennitalan er 441083-0339 og númerið 0172-05-60200.

Með fyrirfram þökk og von um góðar undirtektir
Vökukonur.