Djúpivogur
A A

Tendrun jólatrésins 2015

Tendrun jólatrésins 2015

Tendrun jólatrésins 2015

skrifaði 02.12.2015 - 15:12

Íbúar Djúpavogshrepps tendruðu ljósin á jólatré sínu þann 30. nóvember.

Veður var afbragðsfínt, hitinn "réttu" megin við núllið miðað við 1. í aðventu og örlítil snjókoma.

Það var Ríkharður Valtingojer sem kveikti á jólatrénu, jólasveinarnir kíktu í heimsókn og fullorðnir og börn dönsuðu í kringum jólatréð, sem að venju var gefið af Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Myndir má sjá með því að smella hér.