Djúpivogur
A A

Tendrun jólatrésins 2015

Tendrun jólatrésins 2015

Tendrun jólatrésins 2015

skrifaði 23.11.2015 - 09:11

Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag aðventu, þann 29. nóvember kl. 17:00, á Bjargstúninu. 

 

Heppinn grunnskólanemi er dreginn út til að kveikja jólaljósin. Svo verður sungið og dansað kringum jólatréð.

Mögulegt er að jólasveinar kíki í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð og hafi jafnvel eitthvað með sér í pokahorninu.

 

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Ungmennafélagið Neisti og Björgunarsveitin Bára leggja einnig sitt að mörkum til skemmtunarinnar.