Djúpavogshreppur
A A

Taupokar til sölu

Taupokar til sölu

Taupokar til sölu

skrifaði 27.04.2015 - 11:04

Í síðastliðinni viku var öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki í sumargjöf í ljósi þeirrar stefnu sveitarfélagsins að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndunar í sveitarfélaginu. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla báru pokana í hús innan Djúpavogs á Degi Jarðar, 22. apríl, en þeir voru sendir út í dreifbýlið.

 

Hægt er að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins á 1.500 kr stykkið.

 

Pokinn er mun sterkari en plastpoki, hann hentar vel til innkaupa eða annarrar endurtekinnar notkunar.

 

Kostnaður sveitarfélagsins vegna sorpurðunar er hærri en hann þarf að vera og væri því fé betur varið í fjölmargt annað í sveitarfélaginu.

 

flokkum – endurnýtum – minnkum sorp – spörum fé

 

 

 ED