Djúpavogshreppur
A A

Tæplega 3000 manns á Rúllandi Snjóbolta/5 á Djúpavogi

Tæplega 3000 manns á Rúllandi Snjóbolta/5 á Djúpavogi

Tæplega 3000 manns á Rúllandi Snjóbolta/5 á Djúpavogi

skrifaði 21.08.2014 - 13:08

Hátt í þrjú þúsund manns sóttu alþjóðlegu myndlistarsýninguna „Rúllandi Snjóbolti/5, Djúpivogur “ en henni lauk föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn. Aðsóknin fór fram úr öllum vonum skipuleggjenda.

Sýningin, sem opnuð var 12. júlí sl. af forseta Íslands að viðstöddu fjölmenni, var skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC) og Djúpavogshrepp og samanstóð af verkum 33 listamanna frá Kína, Evrópu og Íslandi. Eitt af markmiðum CEAC er að stuðla að samskiptum á milli Kína og Vesturlanda. Var þetta í fyrsta skipti sem CEAC skipulagði sýningu utan Kína.

CEAC og Djúpavogshreppur buðu einnig tveimur listamönnum að dvelja á Djúpavogi sem gestalistamenn. Fyrir valinu urðu hollensku listakonurnar Marjan Laaper og Scarlett Hooft Graafland sem dvöldu á Djúpavogi í tvo mánuði og unnu að listsköpun sinni.

Aðstandendur „Rúllandi Snjóbolta/5, Djúpivogur “ vilja þakka þeim sem komu að sýningunni, þeim listamönnum sem tóku þátt og einnig þeim er sóttu sýninguna heim. Þegar er farið að leggja drög að næsta rúllandi snjóbolta.

Nánari upplýsingar veitir Alfa Freysdóttir (ceac@djupivogur.is) verkefnastjóri í síma 894 8228.
www.facebook.com/rullandisnjobolti5
www.ceac99.org

Fréttatilkynning frá Rúllandi snjóbolta