Djúpivogur
A A

Sviðamessa

Sviðamessa

Sviðamessa

skrifaði 06.11.2006 - 00:11

Hin árlega Sviðamessa var haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi laugardaginn 28. október. Sviðamessan hefur verið samstarfsverkefni Vísnavina á Djúpavogi og Hótelsins í allnokkur ár og hefur unnið sér fastan sess, bæði í hugum heimamanna og brottfluttra. Auk þess kemur alltaf fólk úr nágrannabyggðarlögum, enda telja menn sig geta gengið að því vísu að á þessum skemmtunum sé boðið upp á góðan mat og frambærileg skemmtiatriði.

Sviðamessa

Í þetta sinn voru menn poppaðri en venjulega, þar sem “heimahljómsveitin” æfði upp skemmtidagskrá með íslenzkri tónlist áranna frá u.þ.b. 1970 - 1985. Í hljómsveitinni voru: Ýmir Már Arnarson, Jón Ægir Ingimundarson, Guðmundur Hjálmar Gunnlaugsson, Ólafur Björnsson og Kristján Ingimarsson. Söngvarar voru: Helga Björk Arnardóttir, Kristján Ingimarsson, Kristjón Elvarsson og Dröfn Freysdóttir. Tæknimenn voru Ásgeir Ævar Ásgeirsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fékk dagskráin góðar undirtektir, enda var hún vel æfð og flutt með tilþrifum. Kynnir kvöldsins var hinn eini og sanni Gunnar Sigvaldason, sem fór á kostum eins og við var að búast.

Sviðamessa

Aðalmatur kvöldsins voru - eins og nafnið bendir til - afurðir af blessaðri sauðkindinni. Mest bar á sviðnum hausum, bæði heitum og köldum og rjúkandi sviðalöppum. Einnig voru flatbökur fyrir þá, sem ekki hafa uppgötvað töfra sviðanna. Heimasíðan átti mann á staðnum, sem tók meðfylgjandi myndir. Jafnframt tókst honum að verða sér úti um upplýsingar um helztu magntölur í sambandi við veizluna.

Á boðstólum voru 300 sviðalappir, 80 sviðahausar, 10 kg af kartöflum og 30 kg af rófum. Auk þess var boðið upp á um 60 flatbökur (pizzur) og þar á meðal nýja tegund, svokallaða “sviðapizzu”.

Skemmtuninni lauk síðan með dúndrandi balli undir leik “Braggabandsins” frá Hornafirði.

Sviðamessa
Árni kokkur

Sviðamessa
Siggi kokkur

Sviðamessa
Þórir Stefánsson

Sviðamessa
Natan

Sviðamessa
Ari

Sviðamessa
Stefán Hrannar kennari

Sviðamessa
Sviðapizzan

Sviðamessa
Guðný og Bjarney

Sviðamessa
Hrönn

Sviðamessa
Jón Ægir

Sviðamessa
Kristján og Ýmir

Sviðamessa
Gunnar

Sviðamessa
Bjarney og Eðvald

Sviðamessa
Dröfn og Kristján

Sviðamessa
Helga

Sviðamessa
Óli

Sviðamessa
Ýmir og Gummi

Sviðamessa
Rock show hópurinn

Sviðamessa
Gummi