Djúpivogur
A A

Sveitarstjórnarkosningar í apríl 2020

Sveitarstjórnarkosningar í apríl 2020

Sveitarstjórnarkosningar í apríl 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 25.11.2019 - 09:11

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa skipað undirbúningsstjórn sem skal undirbúa stofnun nýs sveitarfélags. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi hætti þann 26. október síðastliðinn. Áætlað er að kosið verði til nýrrar sveitarstjórnar eftir páska og að nýtt sveitarfélag taki til starfa í lok apríl eða byrjun maí. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur eins og verið hefur.

Undirbúningsstjórn starfar á grundvelli sveitarstjórnarlaga og hefur það hlutverk að semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar, yfirfara reglur og samþykktir og undirbúa sameiningarferlið þannig að sveitarstjórnarráðuneytið geti staðfest að sameiningin sé nægilega vel undirbúin. Undirbúningsstjórnin mun líka gera tillögu að verklagi um val á nafni og merki fyrir sveitarfélagið og hefja innleiðingu nauðsynlegra breytinga í samstarfi við starfsfólk sveitarfélaganna. Til dæmis með sameiningu bókhaldskerfa og annarra upplýsingakerfa. Myndaðir verða starfshópar sem vinna að einstökum verkefnum og taka þeir til starfa á nýju ári.

Upplýsingum um verkefnið verður áfram miðlað á vefsíðunni svausturland.is og facebook síðunni Sveitarfélagið Austurland. Þar er enn hægt að senda inn spurningar og ábendingar sem svarað verður á síðunni.

Fulltrúar í Undirbúningsstjórn eru að mestu þeir sömu og sátu í Samstarfsnefnd sem undirbjó sameiningartillöguna og Róbert Ragnarsson verður áfram verkefnisstjóri. Eftirfarandi fulltrúar sitja í stjórninni.

 • Aðalheiður Borgþórsdóttir
 • Anna Alexandersdóttir
 • Bergþóra Birgisdóttir
 • Björn Ingimarsson
 • Gauti Jóhannesson
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson
 • Hildur Þórisdóttir
 • Jakob Sigurðsson
 • Jón Þórðarson
 • Kristjana Sigurðardóttir
 • Vilhjálmur Jónsson
 • Þorbjörg Sandholt

Áheyrnarfulltrúar

 • Elvar Snær Kristjánsson
 • Hannes Karl Hilmarsson
 • Stefán Bogi Sveinsson


Frétt af svausturland.is
Teikning: Elín Elísabet Einarsdóttir