Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórinn í fréttum vegna bensíndælanna

Sveitarstjórinn í fréttum vegna bensíndælanna

Sveitarstjórinn í fréttum vegna bensíndælanna

skrifaði 14.10.2015 - 10:10

Gauti Jóhannesson var í vikunni í viðtali við Rúnar Snæ Reynisson, fréttamann RÚV, um þetta endalausa vesen sem fylgt hefur bensíndælum N1 á Djúpavogi. Bilanir hafa verið tíðar og það ítrekað komið fyrir að ferðamenn og aðrir hafi orðið strandaglópar hér á Djúpavogi vegna þessa. Það kom vel á vondan daginn eftir viðtalið, því þá vildi svo skemmtilega til að dælurnar biluðu. 

Viðtalið má sjá með því að smella hér og hér að neðan eru myndir af ástandinu í gær.

ÓB