Sveitarfélagið Austurland?

Sveitarfélagið Austurland?
Ólafur Björnsson skrifaði 26.09.2019 - 15:09Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi.
Kosning í Djúpavogshreppi fer fram í Tryggvabúð og stendur kjörfundur yfir klukkan 10:00 til 18:00.
Kosningarnar fara fram í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Kosið verður í hverju sveitarfélagi fyrir sig og ræður einfaldur meirihluti atkvæða niðurstöðunni. Til að sameining verði samþykkt þarf meirihluta atkvæða í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Verði tillagan ekki samþykkt í öllum sveitarfélögunum, er heimilt að sameina þau sveitarfélög þar sem íbúar samþykktu, að því gefnu í þeim búi að minnsta kosti 2/3 íbúanna og að 2/3 hluti sveitarfélaganna samþykki.
Hægt er að kjósa utankjörstaðar alveg fram á kjördag. Utankjörstaðarkosning fer fram hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands erlendis.
Íbúar Djúpavogshrepps eru eindregið hvattir til að kynna sér málin vel og vandlega.
Íbúafundur í Djúpavogshreppi verður haldinn 9. október á Hótel Framtíð.
Kynningarbæklingur fer í öll hús á Austurlandi með vikublaðinu Austurfrétt sem kemur út 26. september.
Hann má einnig skoða með því að smella hér.
Allar frekari upplýsingar má finna á www.svausturland.is