Djúpivogur
A A

Svavar Knútur snýr aftur í Löngubúð

Svavar Knútur snýr aftur í Löngubúð

Svavar Knútur snýr aftur í Löngubúð

skrifaði 14.07.2010 - 09:07

Svavar Knútur trúbador snýr aftur í Löngubúð fimmtudagskvöldið 15. júlí, spilar fyrir okkur lögin sín og segir sögur af sinni alkunnu snilld.

Svavar ætti Djúpavogsbúum ekki að vera ókunnugur en þetta mun vera í þriðja sinn sem hann heimsækir okkur. Hann hefur síðastliðið ár ferðast um heiminn þveran og endilangan og þar á meðal eytt dágóðum tíma í Ástralíu.
Hann kemur því til okkar endurnærður með ný lög og spennandi sögur í farteskinu.

Meðfylgjandi er myndband við lag Svavars Yfir hóla og yfir hæðir en það var tekið upp í brúðkaupi á Berunesi síðastliðið sumar.
 
http://www.youtube.com/watch?v=MxEsGQLzIgY&
 
 
Húsið opnar kl 21:00 - Tónleikarnir hefjast 21:30
Aðgangseyrir kr 1500

Sjáumst!

Langabúð

BR