Djúpavogshreppur
A A

Svavar Knútur með tónleika í Löngubúð

Svavar Knútur með tónleika í Löngubúð

Svavar Knútur með tónleika í Löngubúð

skrifaði 10.07.2015 - 09:07

Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur tónleika í Löngubúð næsta sunnudag, 12. júlí kl. 16. Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem söngvaskáld og farandsöngvari og ferðast víða með tónlist sína. Plötur hans Kvöldvaka, Amma og Ölduslóð hafa hlotið góðar viðtökur og vinnur hann nú að næstu plötu, sem ber vinnuheitið Brot. 

Svavar á ættir að rekja í Álftafjörðinn og hefur alltaf átt ríkar taugar til Djúpavogs og sótt í að leika þar. Það er honum því mikil ánægja að gera stutt stopp í þessu fallega bæjarfélagi til að halda tónleika.

Svavar mun leika blöndu af lögum sínum á tónleikunum og vonast til að sjá sem flesta.

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana og er ókeypis fyrir börn. Annars er aðgangseyrir 1.500 kr.

Viðburðurinn á Facebook.

ÓB