Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna

Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna
skrifaði 30.09.2010 - 13:09Helgina 8.-10. október ætlar Guðmunda Bára Emilsdóttir að koma og vera með sundnámskeið í sundlaug Djúpavogs.
Í boði verða námskeið fyrir 4-5 ára, 6-7 ára og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Ef næg þátttaka fæst á fullorðins-námskeiðið verður skipt í 2 hópa, ósyndir og syndir.
Einnig er Guðmunda tilbúin að taka fólk í einkatíma.
Barnanámskeiðið og einkatímar munu kosta 1.800kr og skriðsundsnámskeið 2.200kr.
Stundskráin fyrir helgina yrði þá að öllum líkindum svohljóðandi:
Föstudagur:
Fullorðnir 19:30-20:30
Einkatímar 20:30-??
Laugardagur:
4-5 ára 13:00-14:00
6-7 ára 14:00-15:00
Fullorðnir 15:00-16:00
Einkatímar 16:00-??
Sunnudagur:
4-5 ára 11:00-12:00
6-7 ára 12:00-13:00
Skráning á námskeið berist til Guðmundu í síma: 696-8450 eða á gbemilsdottir@gmail.com fyrir miðvikudaginn 6. október.
BR