Djúpivogur
A A

Sund og fimleikanámskeið á Djúpavogi í ágúst

Sund og fimleikanámskeið á Djúpavogi í ágúst

Sund og fimleikanámskeið á Djúpavogi í ágúst

skrifaði 03.08.2012 - 13:08

Íþróttaskóli fyrir 8-12 ára

Íþróttaskóli fyrir 8-12 ára verður haldinn hér á Djúpavogi dagana 13 - 17 ágúst (mánud- föstud) frá kl 13:00 - 15:00).
Boðið verður uppá mikla fjölbreytni og skemmtun, meðal annars verður farið í fótbolta, handbolta,
fimleika, sund og fullt af skemmtilegum leikjum. Timarnir verða bæði úti og inni.

Uppröðun tíma verður sem hér segir.

Mánudagur: fótbolti, handbolti og fleira (spakvöllur), þriðjudagur: sund, miðvikudagur: fimleikar og ýmsir leikir, fimmtudagur: æfingar, leikir og keppni úti, föstudagur: óvænt J (taka með sundföt og föt fyrir íþróttasalinn)

Mikilvægt að mæta með viðeigandi fatnað eftir hvað við erum að gera hverju sinni, mæta með föt og skó fyrir innitímana, sundföt og gleraugu í sundið og klæða sig eftir veðri þegar við erum úti.

Mæting er alltaf í  Íþróttamiðstöðinni !

Verð fyrir námskeið er 4.500 ( systkinaafsláttur, 50%  fyrir barn nr. 2 )

Skránig er í Íþróttmiðstöðinni eða hjá Árný í síma 847-3525
( foreldrar þurfa að vera búin að skrá barnið fyrir 10. ágúst)

 

Sund og fimleikanámskeið fyrir 5 - 7 ára

Haldið verður sund og fimleikanámskeið í Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir 5 - 7 ára dagana 13 - 17 ágúst (mánud- föstud)  Tímarnir verða alla dagana frá kl. 10:00 - 12:00.  Farið verður í grunntækni í bæði sundi og fimleikum ásamt ýmsum skemmtilegum æfingum.

Uppröðun tíma verður sem hér segir.
Mánudagur
: fimleikar,  þriðjudagur: sund, miðvikudagur: fimleikar, fimmtudagur: sund, föstudagur: fimleikar

Verð fyrir námskeið er 4.500 ( systkinaafsláttur, 50%  fyrir barn nr. 2 )

Skránig er í Íþróttmiðstöðinni eða hjá Árný í síma 847-3525
( foreldrar þurfa að vera búin að skrá barnið fyrir 10. ágúst)

                                                                           Hlakka til að sjá ykkur

                                                                    Árný Andrésdóttir íþróttafræðingur