Djúpivogur
A A

Sumargrill foreldrafélagsins

Sumargrill foreldrafélagsins

Sumargrill foreldrafélagsins

skrifaði 23.08.2012 - 15:08

Foreldrafélag leikskólans stóð fyrir foreldragrilli síðustu opnunarviku
leikskólans fyrir sumarfríið.  Þetta grill hefur verið árvisst í þó nokkuð
mörg ár en var þetta í síðasta skipti sem það verður með þessu sniði.
Grillið var haldið í hádeginu þannig að flestir foreldrar og systkini
leikskólabarnanna hefðu tök á að mæta en grillaðar voru pylsur og fengu
leikskólabörnin svala. Blásin var upp hoppukastali sem allir gátu prófað og
leikið sér í.  Veðrið lék við okkur og allir voru í sumarskapi.   

Hótel Framtíð gaf pylsur í grillið.  Fellabakarí gaf pylsubrauðin.
Securitas styrkti félagið um 10.000 kr. og Vísir ehf styrkti okkur líka um
20.000 þannig að hægt væri að leigja hoppukastalann.  

Í hoppukastalanum

Í grillveislunni

Fleiri myndir eru hér

 

ÞS