Styrktartónleikar

Styrktartónleikar
skrifaði 11.08.2010 - 22:08Laugardagskvöldið 14.ágúst næstkomandi mun hópur tónlistarfólks frá Djúpavogi standa að tónleikum í Löngubúð. Aðgangseyrir mun renna óskiptur í sjóð sem stofnaður hefur verið í nafni Rafns Heiðdal en hann háir nú hetjulega baráttu við erfið veikindi.
Aðgangseyrir er 1500 kr en á staðnum verður auk þess söfnunarbaukur fyrir frjáls framlög.
Húsið opnar 21:00 – Tónleikarnir hefjast 21:30.
Við minnum einnig á að hægt er að leggja inn á styrktarreikning Rabba í sparisjóðnum: Reikningsnr. 1147-05-401910, kt. 191087-3729.
BR