Djúpivogur
A A

Styrktartónleikar á Hótel Framtíð

Styrktartónleikar á Hótel Framtíð

Styrktartónleikar á Hótel Framtíð

skrifaði 16.12.2011 - 00:12

Laugardaginn 17. desember ætlar Tónleikafélag Djúpavogs að halda tónleika til styrktar fjölskyldu Jóns Ægis Ingimundarsonar.

Tónleikarnir munu fara fram á Hótel Framtíð og hefjast kl. 21:00

Á efnisskránni verða vinsæl dægurlög sem meðlimir Tónleikafélagsins hafa valið a f kostgæfni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir 1.000 kr., 500 kr. fyrir börn yngri en 16 ára. Frjáls framlög.
Ath. að yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Þeim sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja sýna stuðning er bent á áður stofnaðan styrktarreikning, 1147-05-400945, kt. 300674-2169.