Djúpivogur
A A

Styrktartónleikar - Þakkir og myndir

Styrktartónleikar - Þakkir og myndir

Styrktartónleikar - Þakkir og myndir

skrifaði 17.08.2010 - 16:08

Laugardaginn 14. ágúst sl. voru haldnir styrktartónleikar í Löngubúð til styrktar Rafni Heiðdal en hann glímir nú við erfið veikindi. Mætingin á tónleikana fór fram úr björtustu vonum og greinilegt að íbúar á Djúpavogi vilja leggja sitt af mörkum til þess að styðja við bakið á Rafni. Alls söfnuðust kr. 268.080 og voru það einstaklingar jafnt sem fyrirtæki sem gáfu framlag.

Á tónleikunum komu fram: Kristján Ingimarsson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Dröfn Freysdóttir, Ýmir Már Arnarson, Anna Margrét Óladóttir, Aron Daði Þórisson og Íris Birgisdóttir.

Meðfylgjandi eru myndir sem Ingi Ragnarsson tók og færum við honum þakkir fyrir að leyfa okkur að nota þær. Við viljum einnig koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem mættu á tónleikana og hjálpuðu til við að safna þessari myndarlegu upphæð.

 

Við minnum á að styrktarreikningurinn er enn opinn fyrir framlögum, en hann er:

1147-05-401910, kt. 191087-3729

 

Við sendum Rafni okkar bestu batakveðjur;

Kristján, Sóley, Dröfn, Ýmir, Anna, Aron og Íris


Hópurinn sem kom fram á tónleikunum, en á myndina vantar Ými

Kristján Ingimars spilar á gítarinn af sinni alkunnu snilld

Ýmir, Aron Daði og Anna Margrét heilluðu salinn upp úr skónum

Hluti af gestum kvöldsins í Löngubúð

Aron Daði fór á kostum þetta kvöld

Ýmir Már var flottur eins og fyrri daginn

Hópurinn á hrós skilið fyrir myndarlegt framtak

 

BR