Djúpivogur
A A

Styrktarreikningur fyrir Rabba

Styrktarreikningur fyrir Rabba

Styrktarreikningur fyrir Rabba

skrifaði 08.07.2010 - 08:07

Umf. Neisti hefur stofnað styrktarreikning fyrir Rafn Heiðdal í Sparisjóðnum.

Rafn ætlaði að vera framkvæmdastjóri Neista í sumar en gat ekki vegna alvarlegra veikinda. Hugur okkar hefur verið hjá honum síðustu vikur og okkur langaði að reyna að létta undir með honum, því höfum við stofnað reikning á hans nafni sem er opinn fyrir þá sem vilja styrkja hann.

Neisti opnaði reikninginn með 100 þúsund króna innleggi og til stendur að vera með frekari fjáraflanir fljótlega.
 
Fyrir þá sem vilja leggja Rabba lið er reikningsnúmerið: 1147-05-401910 og kennitala er 191087-3729.
 
Stjórn umf. Neista