Djúpivogur
A A

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamanna

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamanna

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamanna

Ólafur Björnsson skrifaði 10.03.2020 - 16:03

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til 33 verkefna um allt land árið 2020 sem nema samtals 501,5 milljónum króna. Hæstu styrkirnir að þessu sinni eru styrkir til byggingar útsýnispalls á Bolafjalli í Bolungarvíkurkaupstað, áframhald uppbyggingar við Stuðlagil beggja vegna árinnar og bætt fráveitumál í Hrafntinnuskeri.

Fyrir okkur í Djúpavogshreppi er gaman að segja frá því að rúmum 9 milljónum var úthlutað til Bragðavalla til að gera göngustíg að Snædalsfossi og Gömlubrú til að vernda viðkvæman mosagróður á svæðinu.

Þessu til viðbótar fékk Teigarhorn úthlutað úr landsáætlun 2020-2022 um uppbyggingu innviða til verndunar náttúru og menningarsögulegum minjum 60 milljónir til uppbyggingar þjónusstuhúss á vegum Umherfisstofnunar.

Auk þessa fær Umhverfisstofnun þrjár milljónir til að gera tröppur, göngustíga og merkingar við Blábjörg í Berufirði, sem eru ný á landsáætluninni.