Djúpivogur
A A

Störf í Djúpavogshreppi

Störf í Djúpavogshreppi
Cittaslow

Störf í Djúpavogshreppi

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 11.03.2019 - 08:03

Djúpavogsskóli

Djúpavogsskóli auglýsir

Fyrir skólaárið 2019-2020 vantar menntaða kennara í eftirfarandi stöður:

 • Umsjónarkennara 1. bekkjar
 • Umsjónarkennara 2.-3. bekkjar
 • Umsjónarkennara 4.-5. bekkjar
 • Umsjónarkennara 6. bekkjar
 • Umsjónarkennara 7. og 8. bekkjar.

Auk þess vantar menntaða kennara til að kenna eftirfarandi kennslugreinar:

 • Dönsku á mið- og unglingastigi
 • Ensku á öllum aldursstigum
 • Upplýsinga- og tæknimennt á öllum aldursstigum
 • Textílmennt og heimilisfræði á öllum aldursstigum
 • Íþróttir og sund á öllum aldursstigum.

Auk þess vantar þroskaþjálfa við skólann og stuðningsfulltrúa til að vinna með fötluðum nemanda á miðstigi.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is fyrir 1. apríl 2019.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, veitir nánari upplýsingar sé þess óskað.


Leikskólinn Bjarkatún Djúpavogi

DJÚPAVOGSHREPPUR AUGLÝSIR eftir Deildarstjóra

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir deildarstjóra inn á Krummadeild í 100% starf frá 20. ágúst 2019.

Leikskólinn Bjarkatún er tveggja deilda leikskóli þar sem eru 37 börn . Krummadeild er yngri barna deild með 1 og 2 ára gömul börn.

Hæfniskröfur;

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Áhugasömum er bent á að skoða heimasíðu leikskólans www.bjarkatun.leikskolinn.is

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá Guðrúnu leikskólastjóra í síma 470-8720 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

Umsóknum ber að skila fyrir 1. maí 2019 í tölvupósti bjarkatun@djupivogur.is eða til leikskólastjóra Hammersminni 15B. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Leikskólinn Bjarkatún

Guðrún S. Sigurðardóttir Leikskólastjóri