Djúpivogur
A A

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

skrifaði 13.03.2014 - 13:03

Djúpavogssskóli kom, sá og sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Hafnarkirkju í gær. Eins og venjulega fékk skólinn að senda tvo fulltrúa, úr 7. bekk, í keppnina. Í ár voru það Fanný Dröfn Emilsdóttir og Ísak Elíssson sem kepptu fyrir hönd skólans. Þau gerðu sér lítið fyrir og hrepptu tvö efstu sætin. Fanný fyrsta sætið og Ísak annað sætið, en tólf keppendur tóku þátt. Sigurvegari síðasta árs, Bergsveinn Ás Hafliðason, var kynnir hátíðarinnar og skilaði hann því hlutverki með miklum sóma.

Innilegar hamingjuóskir með þennan árangur.

Myndir með fréttinni.