Starfsmaður óskast í Leikskólann Bjarkatún

Starfsmaður óskast í Leikskólann Bjarkatún skrifaði Ólafur Björnsson - 13.05.2019
15:05
Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir starfsmanni í 100% framtíðarstarffrá kl. 9:00-17:00. Gott væri að starfsmaður gæti byrjað 1. júní 2019 annars eftir samkomulagi.
Starfið er fjölbreytt en í því felst að sjá um þrif, þvott, frágang í eldhúsi eftir síðdegiskaffi og afleysingar inn á deildum.
Áhugasömum er bent á að kynna sér starfskjör en einnig er vert að skoða heimasíðu leikskólans bjarkatun.leikskolinn.is
Upplýsingar er hægt að nálgast hjá Guðrúnu leikskólastjóra í síma 470-8720 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is
Karlar jafnt sem konur eru hvött til þess að sækja um.