Spurningakeppni Neista

Spurningakeppni Neista
skrifaði 16.03.2010 - 14:03Eftir smá tilfæringar höfum við nú fengið 12. liðið inn í keppnina til að keppa við skrifstofulið hreppsins, en það er hún Alda á Fossárdal með sitt ferðaþjónustulið sem hyggst reyna að velgja þeim undir uggum. Til að þetta gengi allt saman upp þurftum við að svissa liðum á 2. og 3. kvöldi og eru liðstjórar beðnir um að ítreka það við sín lið.
Þá er ný dagskrá eftirfarandi:
1. kvöld - fimmtudaginn 18. mars:
Við Voginn - HB Grandi
Kvenfélagið Vaka - Hótel Framtíð
2. kvöld - þriðjudaginn 23. mars:
Grunnsk. kennarar - Vísir hf.
Dpvhr.skrifstofa – Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum
3. kvöld - fimmtudaginn 25. mars:
Eyfreyjunes - Leikskólinn
Grunnsk. nemendur – Djúpavogshr. áhaldahús
Viðureignirnar fara allar fram í Löngubúð kl. 20:00. 500 krónur inn. Frítt fyrir ófermda.
Úrslitakvöldið verður auglýst síðar.
Stjórn Neista