Djúpivogur
A A

Spurningakeppni Neista 2015, 1. kvöld

Spurningakeppni Neista 2015, 1. kvöld

Spurningakeppni Neista 2015, 1. kvöld

skrifaði 25.02.2015 - 17:02

Fyrsta kvöld í spurningakeppni Neista 2015 fór fram fimmtudaginn 19. febrúar sl. á Hótel Framtíð.

Spyrill keppninnar er hinn alsjándi og allsgáði Egill Egilsson, Guðrún Sigurðardóttir er stigavörður og Birgir Th. Ágústsson dómari og höfundur spurninga.

Í fyrstu umferð mættust nemendur grunnskólans og Kvenfélagið Vaka þar sem reynslan hafði betur gegn sprækum ungmennum. Í annarri umferð mætti Grafít nýstofnuðu fyrirtæki Búlandstinds og þar hafði Grafít betur.

Í síðustu umferðinni hafði Kvenfélagið sigur gegn Grafít, með 10 stigum gegn 8.

Kvenfélagið er því komið í úrslit.

Næsta keppni fer fram þriðjudaginn 3. mars kl. 20:00 en þar mæta annars vegar ríkjandi meistarar í Fiskmarkaði Djúpavogs liði leikskólans og Eyfreyjunes mætir Hótel Framtíð.

Meðfylgjandi myndir tók Birgir Th. Ágústsson.

ÓB