Djúpivogur
A A

Spurningakeppni Neista 2010 - 3. kvöld

Spurningakeppni Neista 2010 - 3. kvöld

Spurningakeppni Neista 2010 - 3. kvöld

skrifaði 26.03.2010 - 16:03

Í gær fór fram síðasta undankvöld spurningakeppni Neista 2010. Fullt var út úr dyrum eins og verið hefur og æsispennandi keppni átti sér stað.

Í fyrstu umferð áttust við Eyfreyjunes og Leikskólinn Bjarkatún. Þar hafði Eyfreyjunes sigur 18 - 13

Í annarri umferð öttu kappi Áhaldhús Djúpavogshrepps og nemendur Grunnskólans. Eftir hetjulega baráttu nemendanna framan af spýttu hreppararnir í lófana og sigu fram úr í seinni hlutan og höfðu sigur að lokum 19 - 9.

Í úrslitum mættust áhaldhúsið og Eyfreyjunes. Óhætt er að segja að þar hafi farið fram gríðarlega spennandi keppni sem endaði með sigri áhaldahússins 28-26.

Þar með var áhaldahúsið komið í úrslitin, en það vill svo skemmtilega til að Eyfreyjunes og kennarar Grunnskólans eru jöfn sem stigahæstu tapliðin, bæði með 26 stig.

Ekki er alveg búið að ákveða hvernig skorið verði úr um hvort liðið keppir til úrslita, þar sem þessi staða hefur aldrei komið upp áður, en líklegast þykir að háður verði einhverskonar bráðabani sem greint verður frá nánar síðar.

Myndir frá gærkvöldinu má sjá hér að neðan.

ÓB

 


Lið Leikskólans Bjarkatúns: Helga Björk Arnardóttir, Svala Bryndís Hjaltadóttir og Ingibjörg Helga Stefánsdóttirið Eyfreyjuness: Guðjón Viðarsson, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Guðlaugur Birgisson


Lið áhaldahúss Djúpavogshrepps: Stefán Guðmundsson, Skúli Heiðar Benediktsson og Ýmir Már Arnarsson


Lið nemenda Grunnskóla Djúpavogs: Auður Gautadóttir, Vigdís Heiðbrá Guðmundsdóttir og Gabríel Örn Björgvinsson


Klapplið nemenda Grunnskólans