Djúpivogur
A A

Spurningakeppni Neista 2009 3. kvöld

Spurningakeppni Neista 2009 3. kvöld

Spurningakeppni Neista 2009 3. kvöld

skrifaði 25.03.2009 - 18:03

Í gær fór fram 3. og síðasta undankvöldið í spurningakeppni Neista 2009. 4 lið voru skráð til þátttöku en eitt lið skráði sig úr keppni og því mættust einungis 3 lið í gær.

Í fyrri umferðinni hafði Grunnskólinn (nemendur) betur gegn Ósnesi, 11 - 9 og voru nemendur þar með komnir í seinni umferðina.

Þar sem að liðið sem Fiskmarkaður Djúpavogs átti að mæta skráði sig úr keppni dæmdist Fiskmarkaðsmönnum sigur í þeirri umferð og mættu þeir því nemendum í síðari umferðinni.

Þar var hart barist en Fiskmarkaðsmenn höfðu þetta á endasprettinum, lokastaðan 17 - 11 og Fiskmarkaður Djúpavogs því 4. og síðasta liðið til að tryggja sig í úrslitin.

Spyrill spurningakeppninnar, Bj. Hafþór Guðmundsson þakkaði nemendum grunnskólans sérstaklega fyrir þeirra þátttöku, enda stóðu þeir sig með mikilli prýði og voru skóla sínum til mikils sóma.

Í úrslit eru því komin:

Grunnskólinn (kennarar)
HB Grandi
Eyfreyjunes
Fiskmarkaður Djúpavogs.


Úrslitakvöldið fer fram þriðjudaginn 31. mars og verður dregið um það á staðnum hverjir mæta hverjum.

Í einni spurningu gærkvöldsins var spurt um altaristöflu sem hékk í gömlu kirkjunni á Djúpavogi. Nánar tiltekið var spurt um hvað myndin sýndi. Myndin sýnir konurnar koma að gröf Krists og var hún máluð í Bergen árið 1900. Af gefnu tilefni birtum við ljósmynd af altaristöflunni hér í meðfylgjandi myndasafni.

Myndir frá gærkvöldinu má sjá með því að smella hér.


ÓB