Djúpivogur
A A

Spjaldtölvuvæðing í Djúpavogsskóla

Spjaldtölvuvæðing í Djúpavogsskóla

Spjaldtölvuvæðing í Djúpavogsskóla

skrifaði 23.02.2015 - 10:02

Eins og einhverjir muna eftir fór grunnskólinn af stað með heljarinnar söfnun fyrir jól, til að safna fyrir iPad tölvum. Leitað var til fyrirtækja og félagasamtaka og ákváðum við að vera ofur bjartsýn og stefna á að geta keypt 20 tölvur. Gerðum við góðan samning við Tölvulistann og keyptum iPad mini en þeir hafa reynst mjög vel í þeim skólum þar sem þeir hafa verið valdir.

Söfnunin fór fram úr okkar björtustu vonum og náðum við að safna fyrir 25 tölvum sem munu nýtast vel í kennslu. Fyrirkomulagið verður þannig að tvær tölvur verða staðsettar í hverri bekkjarstofu fyrir sig en síðan geta kennarar skráð á sig heilt sett og þannig leyft öllum í bekknum að hafa hver sína tölvu þegar kennslunni er háttað þannig.

Spjaldtölvur hafa marga kosti sem kennslutæki og eru mjög góð viðbót við það kennsluefni og þau kennslutæki sem við nýtum nú þegar.

Starfsfólk og nemendur senda enn og aftur hjartans þakkir til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.


Hér má sjá styrktaraðilana:

Kvenfélagið Vaka 500.000
Rauði krossinn á Djúpavogi 100.000
Vísir hf. 100.000
Sparisjóður Hornafjarðar 100.000
Eyfreyjunes 96.000
Fiskmarkaður Djúpavogs 50.000
Lionsklúbbur Djúpavogs 50.000
Bakkabúð 48.000
Við Voginn ehf. 48.000
Kálkur ehf. 20.000
Baggi ehf. 20.000
VÍS  15.000
Sjóvá 20.000
Rán bátasmiðja  10.000
PVA ehf. 10.000

Kennarar hafa nú sótt eitt námskeið, en við fengum til okkar hann Sæmund Helgason, kennara í Grunnskóla Hornafjarðar þann 16. janúar sl. Hornfirðingar eru komnir skrefinu lengra en við í þessum fræðum og var mjög fræðandi og skemmtilegt að hafa Sæmund hjá okkur. Síðan þá hafa kennarar og nemendur verið að feta fyrstu skrefin í að læra á þessi nýju tæki og stefnum við á að vera búin að marka okkur skýra stefnu næsta haust.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur 1. bekkjar í tölvustofu grunnskólans með spjaldtölvurnar góðu.

Skólastjóri