Djúpivogur
A A

Söngvakeppni sjónvarpsins

Söngvakeppni sjónvarpsins

Söngvakeppni sjónvarpsins

skrifaði 11.02.2011 - 15:02

Í morgun gerðu nemendur 4.,5. og 6. bekkjar  könnun á því hvaða lag í Söngvakeppni sjónvarpsins væri vinsælast meðal nemenda og kennara. Samkvæmt þeirri könnun var lagið ,,Aftur heim“ í fyrsta sæti með 17 stig. Flytjendur lagsins eru: Gunnar Ólason, Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartarson, Matthías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson og Benedikt Brynleifsson.  Lagið ,,Eldgos“ lenti í öðru sæti með 10 stig. Flytjendur lagsins eru Matthías Matthíasson og Erla Björg Káradóttir.  Í þriðja sæti voru tvö lög jöfn með 8 stig en það voru lögin ,,Ég trúi á betra líf“ sem flutt er af  Jógvan Hansen og ,,Nótt“ sem flutt er af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Það verður gaman að sjá hver úrslitin verða í raun og veru annað kvöld, laugardagskvöldið 12. febrúar. UMJ