Djúpivogur
A A

Sólmyrkvi

Sólmyrkvi

Sólmyrkvi

skrifaði 18.03.2015 - 15:03

Það hefur tæpast farið fram hjá nokkrum að á föstudagsmorgunn verður sólmyrkvi á Íslandi sem sést best frá Djúpavogi (ef veðrið lofar). Hér ætti myrkvinn að ná yfir 99 % sólarinnar sem þýðir að skuggi fellur á jörðina þar sem tunglið fer fyrir sólu. Við í grunnskólanum höfum fengið gleraugu til að fylgjast með sólmyrkvanum þar sem geislar sólarinnar eru hættulegir sjón okkar. Við stefnum á að vera úti við Bóndavörðu og þar í kring, öll saman frá kl. 8:45. Það væri gaman að aðrir kæmu til að upplifa þennan viðburð með okkur og við munum að sjálfsögðu leyfa öðrum að nota gleraugun okkar. Við mælum með hlýjum fatnaði miðað við veður og jafnvel heitu kakói á brúsa. Hlökkum til að eyða morgninum með ykkur.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur er bent á Stjörnufræðivefinn!

LDB